Með stærri gjörningum

Rúrí
Rúrí

Viðamikill gjörningur Rúríar, Lindur – Vocal VII , var fluttur í Norðurljósasal Hörpu í dag. Gjörningurinn er saminn sérstaklega til flutnings á Listahátíð í Reykjavík í ár.

Undanfarin ár hefur Rúrí unnið fjölbreytileg og margbrotin listaverk þar sem fyrirbærið vatn og hinar margbreytilegu birtingarmyndir þess koma við sögu. Meðal þessara verka, sem hafa verið sýnd í söfnum og sýningarsölum víða um lönd, er gjörningaröðin Vocal.

Titill þessa verks vísar til uppsprettu og undirstöðu lífs á jörðu og til líðandi stundar, en jafnframt til tjáningar lifandi vera og fyrirbæra.

Verkið er stórt í sniðum og í því renna saman innsetning, fjölrása myndband, frumsamið hljóðverk, hreyfing, texti og raddir. Myndbandshluti verksins er unninn í samstarfi við Maríu Rún en hljóðhlutinn í samstarfi við Bjarka Jóhannsson. Nýlókórinn, Hinn íslenski hljóðljóðakór, kom fram við flutning gjörningsins ásamt Rúrí en hann var aðeins fluttur í þetta eina skipti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert