Opnuðu sýningu um kosningarétt kvenna

Klippt á borðann í dag.
Klippt á borðann í dag. mbl.is

Opnuð var á Þjóðarbókhlöðunni í dag sýning í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna en sýningin verður í gangi þar til í mars á næsta ári. Þar er farið í máli og myndum í gegnum aðdraganda og sögu þess að konur fengu kosningarétt hér á landi árið 1915.

Stutt opnunarathöfn fór fram að loknu málþingi þar sem félagar í Feminstafélagi Háteigsskóla og félagsmiðstöðvarinnar 105 klipptu á borða og opnuðu sýninguna þar með formlega. Feministafélagið var stofnað í vetur, hið fyrsta í grunnskólum Reykjavíkur og krakkarnir útbjuggu sérstakt skilti sem sett var upp á sýningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert