Vágestur sem snertir alla

Haukur Dór við eitt verkanna í myndröðinni Föstudagurinn langi.
Haukur Dór við eitt verkanna í myndröðinni Föstudagurinn langi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hauk­ur Dór mynd­list­armaður hef­ur ákveðið að ágóðinn af næstu sýn­ingu sinni sem opnuð verður um pásk­ana 2016 muni renna óskipt­ur til Krabba­meins­fé­lags Íslands. Hann missti fyrri konu sína úr krabba­meini og sú seinni berst nú við þenn­an ill­víga sjúk­dóm.

„Við eig­um eft­ir að út­færa þetta í smá­atriðum en for­stöðukona Krabba­meins­fé­lags­ins hef­ur tekið hug­mynd­inni fagn­andi. Það er mér mik­il gleði að geta stutt fé­lagið og von­andi vilja ein­hverj­ir kaupa mynd­irn­ar. Þetta er það minnsta sem ég get gert, krabba­mein er vá­gest­ur sem snert­ir alla,“ seg­ir Hauk­ur Dór en þetta verður í fyrsta sinn sem verk úr myndröðinni verða seld.

Röðin á sér djúp­ar og sárs­auka­full­ar ræt­ur en Hauk­ur Dór missti fyrri eig­in­konu sína, Ástrúnu Jóns­dótt­ur, úr krabba­meini á föstu­dag­inn langa 1994. Hún var 56 ára göm­ul. „Hún fékk krabba­mein í eggja­stokk­ana og dauðastríðið tók fjór­tán mánuði. Við bjugg­um í Dan­mörku á þess­um tíma og hún dó þar,“ seg­ir Hauk­ur Dór.

Hann flutti heim til Íslands fljót­lega eft­ir það og kynnt­ist síðar seinni eig­in­konu sinni, Þóru Hreins­dótt­ur mynd­list­ar­konu. Sjald­an er ein bár­an stök því hún glím­ir nú einnig við krabba­mein. Meinið greind­ist í öðru brjóst­inu fyr­ir tveim­ur árum og var það numið brott. Aðgerðin gekk vel en ný­lega kom í ljós að meinið er ekki farið úr lík­am­an­um og er Þóra í strangri meðferð um þess­ar mund­ir. „Þetta var vita­skuld mikið áfall og ýfir upp sár­ar minn­ing­ar,“ seg­ir Hauk­ur Dór.

Hann kveðst lengi hafa velt dauðanum fyr­ir sér í sín­um verk­um en eft­ir að Ástrún féll frá hafi hann gert það með allt öðrum hætti. „Eft­ir að hún dó byrjaði ég mark­visst að mála dauðann. Þarna fann ég sorg­inni, reiðinni og ein­mana­leik­an­um far­veg og hafði mikið gagn af þessu. Það var eins og þetta losaði um eitt­hvað hjá mér. Var mín terapía. Þegar ég horfi á þess­ar mynd­ir er eins og ég sjái mín­ar eig­in til­finn­ing­ar – og þær eru ekki alltaf fal­leg­ar.“

Nán­ar er rætt við Hauk Dór í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert