Veittu hjartahnoð um borð í vél WOW Air

Farþegi um borð í vél WOW Air á leið frá Alican­te til Kefla­vík­ur í nótt fékk hjarta­stopp og þurftu farþegar að veita hon­um hjarta­hnoð í rúm­ar 20 mín­út­ur.

Farþegi um borð í vél­inni seg­ir að kona manns­ins hafi haft sam­band við flug­freyj­ur vél­ar­inn­ar og sagt að hon­um liði illa. Fór hann svo í hjarta­stopp. Var óskað eft­ir lækni eða hjúkr­un­ar­fræðingi og voru þá tveir hjúkr­un­ar­fræðing­ar og einn lækn­ir sem gáfu sig fram og skipt­ust ann­ar hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn og lækn­ir­inn á að hnoða mann­inn í um 20 mín­út­ur. Þá var einnig not­ast við hjart­astuðtæki sem var um borð í vél­inni og súr­efniskút.

Ákvað flug­stjór­inn að lenda vél­inni í Glasgow í Skotlandi þar sem læknateymi kom inn í vél­ina og sótti mann­inn. Var vél­in lent um 40-50 mín­út­um eft­ir að maður­inn fékk hjarta­stoppið. Var hann kom­inn til meðvit­und­ar fyr­ir lend­ing­una.

Eft­ir að vél­in flaug áfram til Íslands til­kynnti flugmaður­inn farþegum að ástand manns­ins væri stöðugt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Ólaf­ur Ragn­ars­son: WOW
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka