Hundruð grísa á haugana?

Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Síldar og fisks, segir fyrirtækið ekki …
Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Síldar og fisks, segir fyrirtækið ekki tilbúið að skila yfirlýsingu til undanþágunefndar DÍ um að svínakjöti verði haldið frá markaði. mbl.is/Árni Sæberg

„Ástandið er mjög slæmt á svínabúinu, um 500 grísir eru tilbúnir til slátrunar og það verður ekki beðið lengur en til morguns að hefja slátrun,“ segir Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Síldar og fisks.

Fyrirtækið hefur ekki verið tilbúið að ganga að skilmálum undanþágunefndar Dýralæknafélags Íslands, að skila yfirlýsingu þess efnis að kjöt fari ekki á markað gegn því að fá undanþáguheimild til slátrunar.

Sigríður Gísladóttir, í stjórn Dýralæknafélags Íslands, segir Síld og fisk hafa farið fram af hörku í málinu og er fyrirtækið það eina sem gekk ekki að samkomulagi svínabænda og undanþágunefndarinnar.

Hún gerir ráð fyrir því að undanþágubeiðninni verði hafnað á fundi nefndarinnar í dag ef ekki fylgir beiðninni yfirlýsing um að kjötið fari ekki á markað og segir það vera blekkingar af hálfu Síldar og fisks að segja þeirra dýravelferðarvandamál vera eingöngu út af verkfallinu.

Gunnar segir að verði undanþágubeiðni fyrirtækisins fyrir slátrun á 120 til 150 grísum á morgun ekki samþykkt í dag verði grísirnir aflífaðir í kvöld eða á morgun og kjötinu hent, um 100 þúsund máltíðum. Þó eigi eftir að finna lausn á því hvernig standa eigi að slíku fjöldadrápi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert