Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri og biðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afsökunar á að lögreglumaður hafi haft afskipti af íbúa í Þingholtum um helgina. Íbúinn var að mynda stóra rútu sem ók í Þingholtsstræti.
Í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna málsins kemur jafnframt fram rætt hafi verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis. Málinu teljist því lokið.
Það var tónlistarmaðurinn Halldór Bragason sem ætlaði að taka myndband af því þegar stórri rútu verið ekið um Þingholtsstræti. Vildi hann eiga upptökuna vegna trygginga ef rútan rækist í hús í þröngri götunni. Rútunni var bakkað frá Bankastræti að Laufásvegi þar sem hún gat hvergi beygt í götunum, að því er Halldór sagði í færslu á Facebook.
Lögreglumaður sem var á staðnum vegna rútunnar hafði hins vegar afskipti af honum og sagði myndatökur bannaðar. Sagði Halldór lögreglumanninn hafa verið ógnandi og ætlað að taka af honum símann sem hann var að taka myndbandið upp á.
Fyrri frétt mbl.is: Reyndi að taka af honum símann