500 tonn af kjúklingi

Kjúklingur hleðst upp í frystigeymslum þessa dagana, í frystigeymslu Eimskipa í Sundahöfn eru nú u.þ.b. 500 tonn af kjúklingi í geymslu sem hafa safnast þar upp frá upphafi verkfalls dýralækna fyrir rúmum fimm vikum síðan og eru geymslurnar við það að fyllast þó enn sé tekið við kjöti. 

Þá eru færanlegir frystigámar nýttir undir afurðirnar og hafa verið sendir út á land en um 135 tonn af kjúklingum er slátrað meðaltali á viku. Kjúk­linga­bænd­ur fengu und­anþágu fyr­ir slátrun gegn því skil­yrði að kjötið yrði fryst en ekki sett á markað. 

mbl.is skoðaði uppsafnaðar kjúklingabirgðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka