Halldór Ásgrímsson látinn

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í gær­kvöldi, 67 ára að aldri.

Hall­dór fékk al­var­legt hjarta­áfall í sum­ar­bú­stað sín­um í Gríms­nesi sl. föstu­dag og var í kjöl­farið flutt­ur á Land­spít­al­ann.

Hall­dór fædd­ist á Vopnafirði hinn 8. sept­em­ber árið 1947. For­eldr­ar hans voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing­ólfs­dótt­ir hús­freyja. Hall­dór lauk prófi við Sam­vinnu­skól­ann árið 1965 og varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi árið 1970. Sótti hann fram­halds­nám í versl­un­ar­há­skól­ana í Björg­vin og Kaup­manna­höfn frá 1971 til 1973.

Hall­dór var lektor við viðskipta­deild Há­skóla Íslands á ár­un­um 1973 til 1975 og sat á Alþingi 1974 til 1978 og aft­ur frá 1979 til 2006, eða í sam­an­lagt 31 ár.

Hann var vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins frá 1980 til 1994 og formaður frá 1994 til 2006. Hall­dór gegndi ráðherra­embætti í sam­tals 19 ár. Hann var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra frá því í maí 1983 fram í apríl árið 1991 en á þeim árum gegndi hann einnig tíma­bundið störf­um sam­starfs­ráðherra Norður­landa og dóms- og kirkju­málaráðherra.

Í maí­mánuði árið 1995 var hann skipaður ut­an­rík­is­ráðherra og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna. Fyrr­nefnda embætt­inu gegndi hann til árs­ins 2004 en því síðar­nefnda til árs­ins 1999.

Hann fór einnig með land­búnaðarráðuneytið og um­hverf­is­ráðuneytið vorið 1999 auk þess sem hann fór með heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneytið í janú­ar og fe­brú­ar árið 2001 í for­föll­um Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur.

Hall­dór var skipaður for­sæt­is­ráðherra hinn 15. sept­em­ber árið 2004 og gegndi hann því embætti allt fram til júní­mánaðar árið 2006 þegar hann ákvað að draga sig út úr stjórn­mál­um.

Auk fram­an­tal­inna embætta var Hall­dór um skeið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og sat í ýms­um nefnd­um á veg­um Alþing­is.

Hann tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar hinn 1. janú­ar 2007 og gengdi því starfi fram í mars 2013.

Hall­dór læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Sig­ur­jónu Sig­urðardótt­ur lækna­rit­ara, og þrjár upp­komn­ar dæt­ur, þær Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld, auk barna­barna og barna­barna­barna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert