Í 20. sæti yfir mannauð

Menntaskólanemar útskrifast. Með mannauðsvísi Alþjóðaefnahagsráðsins er lagt mat á mannauð …
Menntaskólanemar útskrifast. Með mannauðsvísi Alþjóðaefnahagsráðsins er lagt mat á mannauð landa heims með sérstöku tilliti til menntuna, hæfni og starfsmöguleika. mbl.is/Eyþór

Ísland er í 20. sæti mannauðsvísis Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Með honum er meðal annars lagt mat á hvernig lönd þróa og nýta mannauð sinn og hvaða menntun, hæfni og störf standa fólki til boða. Ísland er neðst Norðurlandanna á listanum en Finnar tróna á toppi hans.

Mannauður en ekki fjármagn verða lykilþættir í nýsköpun, samkeppnishæfni og hagvexti á 21. öldinni, að því er kemur fram í formála Klaus Schwab, formanns Alþjóðaefnahagsráðsins. Í skýrslu ráðsins er tekið saman hvernig lönd þróa og nýta mannauð sinn og hvaða menntun, hæfni og störf standa fólki til boða í nokkrum aldurshópum. Skýrslan nær til 124 landa þar sem 92% mannkyns búa.

Í efsta sæti eru Finnar, Norðmenn í öðru og Svisslendingar í því þriðja. Svíar eru í sjötta sæti og Danir í því sjöunda. Um Finnland segir í skýrslunni að landið hagnist á vel menntaðri og ungri þjóð þar sem brottfallshlutfall úr grunnskólanámi er næstminnst og grunnskólarnir taldir þeir bestu. Þá sé landið með hæsta skorið þegar kemur að því að hversu auðvelt það er fyrir vinnuveitendur að finna hæft starfsfólk.

Um Norðmenn segir að þeir hafa svipaða styrkleika og þar sé jafnframt lægsta hlutfall atvinnuleysis í heimshlutanum fyrir meginþorra atvinnubærs fólks á aldrinum 25-54 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert