Í 20. sæti yfir mannauð

Menntaskólanemar útskrifast. Með mannauðsvísi Alþjóðaefnahagsráðsins er lagt mat á mannauð …
Menntaskólanemar útskrifast. Með mannauðsvísi Alþjóðaefnahagsráðsins er lagt mat á mannauð landa heims með sérstöku tilliti til menntuna, hæfni og starfsmöguleika. mbl.is/Eyþór

Ísland er í 20. sæti mannauðsvís­is Alþjóðaefna­hags­ráðsins (World Economic For­um). Með hon­um er meðal ann­ars lagt mat á hvernig lönd þróa og nýta mannauð sinn og hvaða mennt­un, hæfni og störf standa fólki til boða. Ísland er neðst Norður­land­anna á list­an­um en Finn­ar tróna á toppi hans.

Mannauður en ekki fjár­magn verða lyk­ilþætt­ir í ný­sköp­un, sam­keppn­is­hæfni og hag­vexti á 21. öld­inni, að því er kem­ur fram í for­mála Klaus Schwab, for­manns Alþjóðaefna­hags­ráðsins. Í skýrslu ráðsins er tekið sam­an hvernig lönd þróa og nýta mannauð sinn og hvaða mennt­un, hæfni og störf standa fólki til boða í nokkr­um ald­urs­hóp­um. Skýrsl­an nær til 124 landa þar sem 92% mann­kyns búa.

Í efsta sæti eru Finn­ar, Norðmenn í öðru og Sviss­lend­ing­ar í því þriðja. Sví­ar eru í sjötta sæti og Dan­ir í því sjö­unda. Um Finn­land seg­ir í skýrsl­unni að landið hagn­ist á vel menntaðri og ungri þjóð þar sem brott­falls­hlut­fall úr grunn­skóla­námi er næst­minnst og grunn­skól­arn­ir tald­ir þeir bestu. Þá sé landið með hæsta skorið þegar kem­ur að því að hversu auðvelt það er fyr­ir vinnu­veit­end­ur að finna hæft starfs­fólk.

Um Norðmenn seg­ir að þeir hafa svipaða styrk­leika og þar sé jafn­framt lægsta hlut­fall at­vinnu­leys­is í heims­hlut­an­um fyr­ir meg­inþorra at­vinnu­bærs fólks á aldr­in­um 25-54 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert