Athyglin beinist að Orkneyjum á ný

Magnús Eyjajarl var drepinn í Egilsey. Þar eru rústir Magnúsarkirkju …
Magnús Eyjajarl var drepinn í Egilsey. Þar eru rústir Magnúsarkirkju og minnisvarði um jarlinn á staðnum þar sem talið er að hann hafi verið veginn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Orkneyjar njóta vaxandi vinsælda ferðaþyrstra Íslendinga. Þangað hefur einkum lagt leið sína innvígt áhugafólk um sögu og miðaldabókmenntir Íslendinga enda voru Orkneyjar undir norskri stjórn í mörg hundruð ár og koma ótrúlega margir Íslendingar við sögu eyjanna.

Tilefnin eru miklu fleiri, að því er fram kemur í umfjöllun um Orkneyjar í Morgunblaðinu í dag. Meðal annars má nefna að Orkneyjar eru afar söguríkt svæði frá forsögulegum tíma. Þar eru minjar um búsetu fyrir meira en fimm þúsund árum sem fátt er vitað um og er heimsókn á þá staði upplifun fyrir gesti frá Sögueyjunni sem þykjast þekkja uppruna sinn og sögu frá upphafi.

„Við höfðum enga hugmynd um þessa miklu sögu þegar sú hugmynd kom upp á námskeiði hjá Jóni Böðvarssyni að fara í söguferð til Orkneyja. Við höfðum lesið Orkneyinga sögu og þekktum til norrænu jarlanna en vissum ekkert um Piktana eða steinaldarfólkið,“ segir Magnús Jónsson sagnaþulur sem fyrst fór í söguferð með Jóni Böðvarssyni og hópi af Íslendingasagnanámskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir rúmum tveimur áratugum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert