Stór fjarstýrð flugvél fór í sjóinn í grennd við flugbrautina á Hornafirði fyrr í kvöld. Vélin magalenti í sjónum eftir að bilun hafði komið upp í henni.
Nokkur vitni urðu að lendingunni og létu þau lögreglu umsvifalaust vita. Vélin er allavega yfir sex metra að lengd og líktist því venjulegri flugvél úr fjarlægð, að sögn sjónarvotta sem mbl.is ræddi við.
Menn úr Björgunarfélagi Hornafjarðar komu flugvélinni í land, eins og sjá má í Facebook-færslu félagsins hér að neðan.
Dronabjorgun
Posted by Björgunarfélag Hornafjarðar on Wednesday, May 20, 2015