Stóraukið framboð á flugferðum til N-Ameríku

Alls verða 20.956 flug­sæti í boði frá Íslandi í viku hverri til 13 borga í Norður-Am­er­íku með ís­lensku flug­fé­lög­un­um Icelanda­ir og WOW air í sum­ar. Brott­far­irn­ar eru 295 sam­tals á viku. Icelanda­ir er með 284 ferðir frá Kefla­vík til Norður-Am­er­íku og WOW air er með 11 ferðir í hverri viku. Nor­rænu flug­fé­lög­in SAS og Norweg­i­an fljúga til mun færri borga í Norður-Am­er­íku. SAS flýg­ur til 5 borga, New York, San Francisco, Chicago, Hou­st­on og Washingt­on. Norweg­i­an flýg­ur til 4 borga núna sem eru New York, Or­lando, Miami og Fort Lau­der­dale en í haust bæt­ist Las Vegas við sem áfangastaður. Norður­landa­bú­ar geta því kom­ist til 19 borga alls í Norður-Am­er­íku með þess­um fjór­um flug­fé­lög­um.

Fleiri borg­ir að bæt­ast við

Á vefsíðunni Check-In kem­ur fram að Icelanda­ir sé stærra en Norweg­i­an og SAS þegar kem­ur að sætafram­boði í flugi til Norður-Am­er­íku í sum­ar og sé því orðið al­vöru keppi­naut­ur í sam­keppn­inni. Til­tekið er að Bost­on sé vin­sæl­asti áfangastaður­inn hjá Icelanda­ir en þangað sé flogið þris­var á dag auk þess sem flug til New York sé einnig þris­var á dag þar sem tvær flug­ferðir eru farn­ar á JFK-flug­völl­inn og ein flug­ferð á Newark. SAS og Norweg­i­an bjóða sam­an­lagt tæp­lega 47 þúsund sæti viku­lega í 186 brott­för­um fram og til baka til átta borga.

Icelanda­ir ætl­ar að bæta við fleiri áfanga­stöðum í Norður-Am­er­íku en nú þegar eru 18.756 sæti í boði viku­lega frá Kefla­vík. Í gær hófst flug til Port­land og til­kynnt hef­ur verið að Chicago bæt­ist við í mars á næsta ári. Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir að vöxt­ur­inn í Am­er­íku-flug­inu bygg­ist á leiðakerfi Icelanda­ir og tengiflugi milli Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. „Með auk­inni tíðni og fjölda áfangastaða styrk­ist starfið jafnt og þétt. Þetta gef­ur ís­lenskri ferðaþjón­ustu stór­auk­inn markaðsaðgang.“ Spurður um sæta­nýt­ingu seg­ir Guðjón að allt gangi sam­kvæmt áætl­un­um um þess­ar mund­ir.

Stefn­ir í 90% sæta­nýt­ingu

WOW air flýg­ur til tveggja borga í Norður-Am­er­íku, Bost­on og Washingt­on DC. Að sögn upp­lýs­inga­full­trúa fé­lags­ins, Svan­hvít­ar Friðriks­dótt­ur, eru áform um að bæta við fleiri áfanga­stöðum á næsta ári. Flug­fé­lagið flýg­ur núna 6 sinn­um í viku til Bost­on og 5 sinn­um í viku til Washingt­on. WOW air er með sam­tals 2.200 sæti viku­lega frá Kefla­vík til Norður-Am­er­íku, 1.200 sæti eru í boði á viku til Bost­on og 1.000 sæti til Washingt­on DC. „Þegar við hóf­um sölu á ferðum til Norður-Am­er­íku í októ­ber á síðasta ári ætluðum við ein­göngu að fljúga fjóra mánuði á ári og þris­var í viku til Washingt­on DC en áfangastaður­inn gekk mun bet­ur en við héld­um í fyrstu og var því ákveðið í janú­ar að fljúga þangað all­an árs­ins hring og var bætt við einu flugi á viku.“ Svan­hvít seg­ir að í haust verði til­kynnt um nýja áfangastaði í Am­er­íku sem verður byrjað að fljúga til á næsta ári. „Við reikn­um með að meira en tvö­falda fram­boð okk­ar á næsta ári til Norður-Am­er­íku.“ Á þessu ári er gert ráð fyr­ir að 120 þúsund sæti verði í boði hjá WOW air til Norður-Am­er­íku og seg­ir Svan­hvít að stefni í 90% sæta­nýt­ingu í maí og í sum­ar.

Tæplega 21.000 flugsæti eru í boði til Norður-Ameríku frá Keflavík.
Tæp­lega 21.000 flug­sæti eru í boði til Norður-Am­er­íku frá Kefla­vík.
WOW flýgur m.a. til Washington.
WOW flýg­ur m.a. til Washingt­on. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert