Alþingismenn höfðu talað í 13 klukkustundir og 24 mínútur undir liðnum „Fundarstjórn forseta“ frá því að síðari umræða um rammaáætlun hófst þriðjudaginn 12. maí sl. og þar til um klukkan 20.30 í gærkvöld.
Alls höfðu alþingismenn stigið 703 sinnum í pontu til að tala um fundarstjórn forseta á þeim fimm þingfundum sem haldnir voru á þessu tímabili, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis.
Ræðurnar um fundarstjórn forseta voru 29,5% ræðutímans á þessum þingfundum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.