Íslenska skálanum í Feneyjum hefur verið lokað. Framlag Íslands, „Moskan, fyrsta moskan í Feneyjum“ hefur vakið mikla athygli og gagnrýnin bæði verið jákvæð og neikvæð. Feneyjatvíæringurinn, myndlistarhátíð í Feneyjum, stendur fram í nóvember.
Vefútgáfa ítalska blaðsins la Nuova greinir frá því að skálanum hafi verið lokað í dag, fimmtudag. Ástæða lokunarinnar er meðal annars sögð vera til að tryggja öryggi en þá kemur einnig fram að moskan hafi verið notuð til trúarathafna og þar hafi margir safnast saman.
Líkt og kemur fram í Morgunblaðinu í dag fóru borgaryfirvöld í Feneyjum fram á að fá öll gögn um sýninguna og um afhelgun kirkjunnar í gær, sem Moskan er sett upp í, og ef þau væru ekki fullnægjandi var hótað að loka skálanum.
Dregið úr bænahaldi í Moskunni
Ekki lokað þrátt fyrir hótanir