Íslensku moskunni lokað?

Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Cristoph Büchel
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Cristoph Büchel Ljósmynd Bjarni Grímsson

Íslenska skál­an­um í Fen­eyj­um hef­ur verið lokað. Fram­lag Íslands, „Mosk­an, fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um“ hef­ur vakið mikla at­hygli og gagn­rýn­in bæði verið já­kvæð og nei­kvæð. Fen­eyjat­víær­ing­ur­inn, mynd­list­ar­hátíð í Fen­eyj­um, stend­ur fram í nóv­em­ber.

Vefút­gáfa ít­alska blaðsins la Nu­ova grein­ir frá því að skál­an­um hafi verið lokað í dag, fimmtu­dag. Ástæða lok­un­ar­inn­ar er meðal ann­ars sögð vera til að tryggja ör­yggi en þá kem­ur einnig fram að mosk­an hafi verið notuð til trú­ar­at­hafna og þar hafi marg­ir safn­ast sam­an. 

Líkt og kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag fóru borg­ar­yf­ir­völd í Fen­eyj­um fram á að fá öll gögn um sýn­ing­una og um af­helg­un kirkj­unn­ar í gær, sem Mosk­an er sett upp í, og ef þau væru ekki full­nægj­andi var hótað að loka skál­an­um.

Dregið úr bæna­haldi í Mosk­unni

Ekki lokað þrátt fyr­ir hót­an­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka