Setji ný met í málþófi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Ómar Óskarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, sagði stjórn­ar­and­stöðuna hafa sett ný met í málþófi og brotið flest­ar um­gengn­is­venj­ur og al­menna kurt­eisi við upp­haf þing­fund­ar í morg­un. Stjórn­ar­and­stæðing­ar hófu fund­inn á að ræða fund­ar­stjórn for­seta. Þing­fund­ur stóð til að ganga tvö í nótt. 

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur verið sökuð um að halda uppi málþófi til að koma í veg fyr­ir að síðari umræðu um breyt­ing­ar á ramm­a­áætl­un haldi áfram. Þing­fundi var slitið kl. 1:15 í nótt og var umræðu um fund­ar­stjórn for­seta ít­rekað skotið inn í umræðurn­ar um ramm­a­áætl­un eft­ir að hún komst loks á dag­skrá síðdeg­is.

Málið er enn á dag­skrá þing­fund­ar sem hófst kl. 10 í morg­un. Fund­ur­inn hófst hins veg­ar á umræðum um fund­ar­stjórn for­seta. Þar héldu stjórn­ar­and­stæðing­ar áfram að krefjast þess að málið verði tekið af dag­skrá. Ramm­a­áætl­un er þriðja mál á dag­skrá fund­ar­ins á eft­ir óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma og sér­stakri umræðu um markaðslausn­ir í sjáv­ar­út­vegi.

Reynd­ust verri en all­ir hinir

For­sæt­is­ráðherra kom í pontu og sagði stjórn­ar­and­stöðuna hafa sett Íslands­met í yf­ir­stand­andi málþófi með því að halda 783 ræður um fund­ar­stjórn for­seta við umræðuna. Sú nýja póli­tík sem sum­ir stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir hafi boðað væri far­in fyr­ir lítið.

„Þing­menn Bjartr­ar framtíðar og Pírata eru með virk­ustu þátt­tak­end­um í þessu met­málþófi þannig að ekki aðeins reynd­ust þeir jafnslæm­ir og all­ir hinir, þeir reynd­ust verri,“ sagði Sig­mund­ur Davíð sem hélt því fram að stjórn­ar­andstaðan hafi brotið all­ar um­gengn­is­venj­ur og al­menna kurt­eisi.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði stjórn­ar­and­stöðuna feta nýj­ar braut­ir með því að ræða fund­ar­stjórn for­seta jafn­vel áður en þing­fund­ur hæf­ist þar sem fyrsta málið á dag­skrá væri henn­ar eig­in til­laga um breyt­ing­ar á dag­skrá fund­ar­ins. Sagði hún orðið ógeðfellt hvernig stjórn­ar­andstaðan stundaði sitt málþóf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert