Umferð um Dyrhólaey takmörkuð

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ákveðið að frá og með deg­in­um í dag til 25. júní næst­kom­andi verði um­ferð al­menn­ings ein­vörðungu heim­il um Lágey og Háey milli kl. 09:00 og 19:00 eft­ir merkt­um göngu­stíg­um og ak­veg­um.

Á kvöld­in er friðlandið lokað á næt­urn­ar frá klukk­an 19:00 til klukk­an 09:00. Lok­un­in er vegna fugla­varps í eynni, ekki síst æðar­fugls. Þetta kem­ur fram á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Frá klukk­an 09:00 þann 25. júní 2015 verður friðlandið opið all­an sól­ar­hring­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert