162 útskrifuðust úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti

Frá athöfninni í dag.
Frá athöfninni í dag. Mynd/Jóhannes Long

Skólaslit Fjölbrautarskólans í Breiðholti fóru fram í Háskólabíói í dag þar sem alls 162 nemendur útskrifuðust. Þar af útskrifuðust 13 af tveimur brautum.

Þórunn Sunneva Elfarsdóttir er dúx skólans með 9,17 í meðaleinkunn og lauk hún prófi frá fata- og textílbraut skólans. Hlaut hún auk þess verðlaun fyrir árangur í íslensku, besta árangurinn á fata- og textílbraut og að auki fékk hún viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. 

Sunna Sól Sigurðardóttir fékk verðlaun fyrir dönsku, ensku og myndlist og Sara Líf Magnúsdóttir fékk verðlaun fyrir myndlist auk íslenskuverðlauna í formi peningastyrks úr styrktarsjóði Kristínar Arnalds.

Leifur Daníel Sigurðarson hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts.

Verðlaunahafarnir Sunna Sól Sigurðardóttir, Sara Líf Magnúsdóttir og Leifur Daníel …
Verðlaunahafarnir Sunna Sól Sigurðardóttir, Sara Líf Magnúsdóttir og Leifur Daníel Sigurðarson. Mynd/Jóhannes Long
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka