Verktakar þurfa að greiða 2,3 milljónir í bílastæðagjöld af hverri nýrri íbúð í fjölbýlishúsi sem reist er vestan Kringlumýrarbrautar, þótt ekkert stæði fylgi íbúðinni.
Dæmi eru um að verktakar sem byggt hafa í miðborg Reykjavíkur hafi þurft að greiða tugi milljóna í bílastæðagjöld vegna þess að íbúðunum fylgdu engin stæði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.