„Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti mér drauma en var of feimin til að framkvæma þá. Í kvöld stóð ég uppi á stærsta sviði fyrir framan milljónir manna og söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga.“
Svona hefst færsla sem María Ólafsdóttir skrifaði á facebooksíðu sína í gær, eftir seinna undanúrslitakvöldið í Eurovision. Eins og fram hefur komið komst María ekki áfram í úrslit keppninnar með framlag okkar Íslendinga, en hún er þó ánægð með sjálfa sig.
„Þetta er eitthvað sem flestir gera á nokkrum árum, ég tók þetta á spretti. Komst ég áfram? Nei, því miður. Hefði ég getað sungið betur? Eflaust, maður getur alltaf gert betur!“ skrifar María.
Þá segist hún ganga sátt frá keppninni þar sem hún hafi gert sitt besta þessar þrjár mínútur og meira geti hún ekki gert. „Þeir sem drulla, flott, drullið bara yfir mig eða atriðið, mér er sama því ég veit að margir hefðu aldrei getað gert þetta sem ég gerði, án alls hroka.“ Með færslunni lætur María lagið Shake It Off með Taylor Swift fylgja og vísar í textann: „Haters gonna hate, but I'm just gonna shake shake shake, shake it off.“
Þá segir María feril sinn aðeins að hefjast og nú sé allt upp á við. „Ég er komin í þennan bransa til að vera.“
Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti mér drauma en var of feimin til að framkvæma þá. Í...
Posted by María Ólafsdóttir on Thursday, May 21, 2015