Framkvæmdar- og ráðgjafarfyrirtækið Mannverk las markaðinn rétt þegar það ákvað að minnka íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum sem það er að byggja í Lyngási í Garðabæ.
Þannig er 61 af 70 íbúðum þegar seld, þótt meirihluti íbúða verði ekki afhentur fyrr en sumarið 2016.
Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, segir alla óþarfa fermetra hafa verið skorna niður í íbúðunum til að smækka þær. Með því lækki verðið um milljónir.
Það er víðar sem vel gengur að selja nýjar íbúðir því selst hafa 115 af 145 lúxusíbúðum á Mýrargötu og í Skuggahverfinu í Reykjavík. Fermetraverð á þessum tveimur stöðum er með því hæsta á landinu.