„Ég söng af mér rassgatið“

María Ólafsdóttir gerði sitt besta í gær.
María Ólafsdóttir gerði sitt besta í gær. Ljósmynd/ EBU

„Fyr­ir ör­fá­um mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mos­fells­bæn­um sem átti mér drauma en var of feim­in til að fram­kvæma þá. Í kvöld stóð ég uppi á stærsta sviði fyr­ir fram­an millj­ón­ir manna og söng af mér rass­gatið fyr­ir hönd Íslend­inga.“

Svona hefst færsla sem María Ólafs­dótt­ir skrifaði á face­booksíðu sína í gær, eft­ir seinna undanúr­slita­kvöldið í Eurovisi­on. Eins og fram hef­ur komið komst María ekki áfram í úr­slit keppn­inn­ar með fram­lag okk­ar Íslend­inga, en hún er þó ánægð með sjálfa sig.

„Þetta er eitt­hvað sem flest­ir gera á nokkr­um árum, ég tók þetta á spretti. Komst ég áfram? Nei, því miður. Hefði ég getað sungið bet­ur? Ef­laust, maður get­ur alltaf gert bet­ur!“ skrif­ar María.

Þá seg­ist hún ganga sátt frá keppn­inni þar sem hún hafi gert sitt besta þess­ar þrjár mín­út­ur og meira geti hún ekki gert. „Þeir sem drulla, flott, drullið bara yfir mig eða atriðið, mér er sama því ég veit að marg­ir hefðu aldrei getað gert þetta sem ég gerði, án alls hroka.“ Með færsl­unni læt­ur María lagið Shake It Off með Tayl­or Swift fylgja og vís­ar í text­ann: „Haters gonna hate, but I'm just gonna shake shake shake, shake it off.

Þá seg­ir María fer­il sinn aðeins að hefjast og nú sé allt upp á við. „Ég er kom­in í þenn­an bransa til að vera.“

Hér fyr­ir neðan má sjá færsl­una í heild.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert