„Með hreðjatök á þinginu“

Þingið hefur verið fast í sömu hjólförunum að undanförnu.
Þingið hefur verið fast í sömu hjólförunum að undanförnu. mbl.is/Golli

Hver þingmaður stjórn­ar­and­stöðunn­ar á fæt­ur öðrum hef­ur stigið í pontu frá því í morg­un til að ræða fund­ar­stjórn for­seta, en minni­hlut­inn hef­ur beitt málþófi til að koma í veg fyr­ir að síðari umræða um ramm­a­áætl­un haldi áfram. Formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar þings­ins er sakaður um að halda þing­inu í gísl­ingu.

Við upp­haf þing­fund­ar klukk­an 10 í morg­un, lögðu þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar til að dag­skrá þing­fund­ar yrði breytt og að umræða um ramm­ann yrði tek­in af dag­skrá. Vill minni­hlut­inn ræða brýnni mál, þá sér­stak­lega al­var­lega stöðu á vinnu­markaði. Svo fór að til­lag­an var felld með 30 at­kvæðum gegn 19. 

Fjöl­menn­asta verk­fall Íslands­sög­unn­ar blas­ir við

Síðan þá hafa þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar rætt fund­ar­stjórn for­seta til að gagn­rýna stjórn­ar­meiri­hlut­ann fyr­ir að vilja ekki ná sátt­um í mál­inu og forðast að ræða þá stöðu sem kjaraviðræður séu komn­ar í. Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður VG, seg­ir ljóst að rík­is­stjórn­in hafi eng­ar lausn­ir og þar af leiðandi vilji hún ekki taka umræðuna. Það sé pín­legt.

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði nauðsyn­legt að ræða al­var­lega stöðu á vinnu­markaði enda blasti við að fjöl­mennsta verk­fall Íslands­sög­unn­ar væri við það að bresta á. 

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að minni­hlut­inn hefði með of­an­greindri til­lögu um breytta dag­skrá verið að rétta stjórn­völd­um björg­un­ar­hring og þarna gæf­ist þeim kost­ur til að finna sátta­leið. 

Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður VG, sagði að aðstæður í sam­fé­lag­inu væru án for­dæma en að Alþingi hefði mögu­leika á því aði stilla til friðar og ganga á und­an með góðu for­dæmi.

Friðardúf­ur beita grímu­lausu málþófi

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði hins veg­ar að „friðardúf­urn­ar“, sem hann kallaði minni­hlut­ann á Alþingi, hefðu í dag hafið enn einn dag­inn á grímu­lausu málþófi. 

Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að sam­fé­lagið væri að sigla inni í upp­lausn­astand og að rík­is­stjórn­in væri ekki hæf til að stjórna land­inu. 

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður VG, sagði að minni­hlut­inn hefði aðferðir til að stöðva mál. „Við mun­um gera það en vilj­um ekki gera það með þess­um hætti.“

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður VG, seg­ist ekk­ert botna í því hvers vegna skyn­sem­isöfl í stjórn­ar­meiri­hlut­an­um skuli ekki taka í taum­ana, en hann setti svo spurn­ing­ar­merki við það hvort ein­hverja skyn­semi væri þar að finna.

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður VG, sagði að þingið héldi áfram á villu­braut. Hún sagði að það væri Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, sem stýrði þing­inu traustri hendi.

„Maður bíður bara eft­ir því að það verði til­kynnt um ráðherra­skipti, það hlýt­ur að vera eitt­hvað í píp­un­um fyrst að sá hátt­virt­ur þingmaður hef­ur svo gíf­ur­leg tök á þing­inu. Hann er með hreðjatök á þessu þingi, það er nú bara þannig,“ sagði hún. 

Umræður um störf þings­ins, sem áttu að hefjst klukk­an 10 í morg­un, hóf­ust loks klukk­an 11:30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert