„Ég var að bera út Moggann í morgun við elliheimilið Flúðabakka og þá sá ég dýr á túnblettinum,“ segir Vignir Björnsson á Blönduósi sem felldi tófu þar í bæ í gær.
„Við fyrstu sýn fannst mér þetta vera köttur, ég trúði því ekki að þetta væri tófa en svo sá ég það þegar hún tölti af stað. Ég var ekki með byssuna í bílnum og skaust því heim að ná í hana. Svo fann ég hana á túninu rétt fyrir ofan,“ segir Vignir ennfremur í Morgunblaðinu í dag.
Hann hefur verið grenjaskytta í 18 ár, en vart þurfti að spyrja að leikslokum því hann skaut tófuna. Þau voru því býsna drjúg morgunverkin á þeim bænum.