Bólusetning eina öryggið gegn hettusótt

Aðsetur landlæknisembættisins er við Barónsstíg.
Aðsetur landlæknisembættisins er við Barónsstíg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aukning virðist vera í hettusótt á Íslandi þessa dagana. „Það virðist vera lítill hettusóttarfaraldur í uppsiglingu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.

„Þetta gerist núna vegna þess að það er hópur af móttækilegum einstaklingum í samfélaginu. Ef til vill eru þetta einstaklingar sem fengu ekki hettusótt á sínum tíma, eða voru ekki bólusettir. Þegar svona hópar eru til staðar geta litlir faraldrar af bólusetningasjúkdómum sprottið upp.“

Hettusótt hefur verið staðfest hjá fjórum einstaklingum en sýni frá 25 bíða staðfestingar á veirurannsóknardeild Landspítalans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Vegna verkfalla hefur ekki tekist að greina sýnin þrátt fyrir ítrekaða beiðni þess efnis og því erfitt að fá nákvæma greiningu á faraldrinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert