Spök hreindýr hætta fyrir ökumenn

Hreindýr
Hreindýr Sigurður Bogi Sævarsson

Hreindýr á Austurlandi halda mörg hver til í minni hópum og eru nálægt þjóðveginum. Dýrin eru á þessum árstíma frekar spök og getur það skapað mikla hættu fyrir keyrandi umferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum eru dýrin að sækja í æti og þurfa ökumenn sérstaklega að huga að dýrum á þessu svæði.

Um helgina voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í umdæminu og fimm fyrir of hraðan akstur. Samkvæmt lögreglunni er sérlega varhugavert að vera með glæfraakstur á þessum tíma, enda getur hreindýr sem lendir á bíl bæði stórskemmt bílinn sem og valdið miklum skaða á ökumanni og farþegum bifreiða. Ná hóparnir allt frá Jökuldal í norðri suður til Hafnar í Hornafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert