Úrkoma í kortunum næstu daga

Krakkar að leik í Laugardalnum.
Krakkar að leik í Laugardalnum. mbl.is/Styrmir Kári

Á morgun koma rigningaský inn yfir landið úr vestri. Verður rigning á öllum vesturhluta landsins og hitinn á bilinu 3-7 gráður samkvæmt veðurspá. Á austurhlutanum verður hálfskýjað og svipaður hiti.

Á þriðjudaginn verður skýjað á Norðurlandi og úrkoma víða. Á Suðurlandi verður hálfskýjað og víða skúrir eða rigning. Hitinn um allt land verður í kringum 4 gráður.

Þannig verður veðrið líka á miðvikudaginn en þá fer að kólna á Norðurlandi og gæti úrkoman því fallið sem snjór. Á Suðurlandi verður áfram hálfskýjað eða skýjað og einhver rigning. Hitinn verður þó talsvert hærri hér, eða um 5-9 gráður.

Á fimmtudaginn á að létta til á höfuðborgarsvæðinu og áfram hálfskýjað með skúrum á Suðurlandi en skýjað og rigning á Norðurlandi.

Á föstudaginn á að létta til á Vesturlandi og er spáð heiðskýru á höfuðborgarsvæðinu og á norðari slóðum á vesturhluta landsins. Á Suðurlandi verður áfram hálfskýjað og hitinn fer alveg upp í 10 stig. Á Norðurlandi verður skýjað en ekki er spáð úrkomu nema á Norð-austurhluta landsins á föstudaginn.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert