Fresta ekki verkföllum ástæðulaust

Frá Karphúsinu. Jákvæðni er í gangi vegna frestunar á verkfallsaðgerðum.
Frá Karphúsinu. Jákvæðni er í gangi vegna frestunar á verkfallsaðgerðum. mbl.is/Eggert

Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem frestuðu verkföllum í dag hafa verið boðaðar til fundar til að ræða efnislega þau tilboð sem liggja fyrir úr viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta herma heimildir mbl.is, en yfir hundrað manns hafa meðal annars verið boðaðir til fundar í stóru samninganefnd Flóabandalagsins annað kvöld.

Þau félög sem eiga aðild að samkomulaginu um frestun verkfallsaðgerða eru VR, LÍV, Flóa­banda­lags­ins, Stétt­Vest og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins. Mbl.is hefur rætt við nokkra forsvarsmenn stéttarfélaga í dag sem tengjast málinu og hefur hljóðið verið nokkuð gott í þeim. Orðaði einn það á þann veg að verkföllum væri ekki frestað af ástæðulausu. Ef útlitið væri neikvætt hefðu menn látið verkföllin skella á, en nú hafi menn ákveðið að ráða ráðum sínum og þurfi svigrúm í þessari viku til að klára þau mál.

Verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast 28. maí næstkomandi var með samkomulaginu frestað um fimm sólarhringa og munu verkföll nú hefjast 2. júní ef ekki semst. Ekki hefur enn verið upplýst um einstaka efnisþætti viðræðnanna, en þeir verða væntanlega ræddir með samninganefndum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert