„Hann öskrar bara svo hátt“

Tæplega 37 prósent barna sem eiga foreldra undir 29 ára aldri alast upp á heimili þar sem tekjur eru undir lágtekjumörkum og hlutfall þeirra hækkar ef foreldrarnir eru yngri en það. Líkur á skilnaði foreldra aukast verulega því sem yngri sem þau eru og að sama skapi skortir fjórðung barna efnisleg gæði sem búa hjá einstæðum foreldrum. 

Íslendingar hafa lengi átt börn mun fyrr en aðrar Norðurlandaþjóðir. Um árabil hefur verið reynt að sporna við því með því að vekja unglinga í grunnskólum til vitundar um hvað felst í því að eiga og hugsa um börn með því að láta þau sjá um dúkkur með sömu þarfir og og ungabörn og í vikunni hafa nemendur í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gengið í foreldrahlutverkið. Eftir að sinnt þeim í nokkra daga hafa þau sterkar skoðanir á því hvenær þau sjá fyrir sér að eignast börn.

Margsannað er hversu mikilvæg fyrstu árin í lífi barna eru mikilvæg og því er mikilvægt að fækka ungum foreldrum að sögn Ólafs Grétars Gunnarssonar fjölskylduráðgjafa. Sérstaklega sé algengt að fólk í námi eignist börn en foreldrahlutverkið komi niður á námi fólks og lengir námstímann en skerðir einnig lífsgæði barna. 

mbl.is ræddi við krakka sem tóku dúkkur í fóstur og Ólaf Grétar í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert