Löng helgi verið illa nýtt

Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu að þriggja daga helgi hefði ekki verið nýtt af forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna til samninga við stjórnarandstöðuna um það með hvaða hætti væri hægt að lenda umræðum í þinginu um rammaáætlun.

Hvöttu þeir til þess að rammaáætlun væri tekin af dagskrá Alþingis. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að nota ætti tímann til þess að fara betur yfir málið og að því loknu gæti það komið aftur inn í þingið. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata sagði ljóst að á meðan málið væri á dagskrá væri þingið fast í sömu hjólförunum. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sgaðist hafa haft símann nálægt sér um helgina ef hringt yrði í hann vegna samninga um þinglok en engin slík símtöl borist.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi að starfsáætlun Alþingis hefði verið felld úr gildi fyrir helgi án þess að önnur hafi komið í staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert