Píratar halda enn sjó

Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn …
Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata. mbl.is

Enn mæl­ast Pírat­ar með mest fylgi allra flokka á Íslandi, nú í könn­un MMR. Flokk­ur­inn mæl­ist nú með 32,7% fylgi sem er 0,7% meira en í síðustu könn­un. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina þokast ör­lítið upp­ávið og mæl­ist nú 31,4%. Fylgisaukn­ing Pírata virðist mest á kostnað Bjartr­ar framtíðar og Fram­sókn­ar­flokks.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur næst­mests fylg­is í könn­un­inni en 23,1% svar­enda lýsa stuðningi við hann borið sam­an við 21,9% í síðustu könn­un MMR. Sam­fylk­ing­in er þriðji stærsti flokk­ur­inn í könn­unni, nú með 13,1% borið sam­an við 10,7% í síðustu könn­un. VG mæl­ist með 10,4%, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 8,6% og Björt framtíð 6,3%.

Pírat­ar laða til sín fylgi frá öll­um flokk­um frá síðustu kosn­ing­um. Þannig sögðust 52,5% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosn­ing­um nú styðja Pírata, 32,4% þeirra sem kusu Fram­sókn­ar­flokk­inn styðja nú Pírata, 23,3% þeirra sem kusu Vinstri græn styðja nú Pírata, 18,7% þeirra sem kusu Sam­fylk­ing­una styðja nú Pírata og 14,9% þeirra sem kusu Sjálf­stæðis­flokk­inn styðja Pírata í dag.

Karl­ar voru lík­legri en kon­ur til að styðja Pírata en kon­ur voru hins­veg­ar lík­legri en karl­ar til að styðja Vinstri græn og Bjarta framtíð. Þannig sögðust 37,4% karla styðja Pírata, borið sam­an við 26,3% kvenna. 16,5% kvenna sögðust styðja Vinstri græn, borið sam­an við 5,9% karla og 10,5% kvenna sögðust styðja Bjarta framtíð, borið sam­an við 3,2% karla.

Yngra fólk var lík­legra til að styðja Pírata en eldra fólk, hins­veg­ar var eldra fólk lík­legra til að styðja Sjálf­stæðis­flokk­inn og Sam­fylk­ing­una en yngra fólk.

Könn­un­in var gerð dag­ana 15.-20. maí og var heild­ar­fjöldi svar­enda 932, 18 ára og eldri.

Könn­un MMR á fylgi stjórn­mála­flokk­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert