Rammaáætlun tekin af dagskrá

Búið er að taka rammaáætlunin af dagskrá þingsins.
Búið er að taka rammaáætlunin af dagskrá þingsins. mbl.is/Golli

Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða svokölluð rammaáætlun um orkunýtingu, hefur verið tekin af dagskrá Alþingis. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, tilkynnti þetta á þingfundi nú í kvöld, en í kjölfarið stigu fjölmargir stjórnarandstæðingar í pontu og lýstu ánægju sinni með þessi málalok.

Áður en næsta mál var tekið til afgreiðslu sagði Einar að hann vonaðist til þess að þetta hafi verið farsæl ákvörðun, en tók fram að enn væri talsvert eftir af málum til að afgreiða á yfirstandandi þingi. Sagðist hann líta svo á að með því að taka af dagskrá umdeilt mál sem þetta væri verið að reyna að ná saman, en árið hefur verið talsvert deiluár í þinginu. Sagðist Einar vonast til þess að þessi ákvörðun myndi létta róðurinn í þeim málum sem væru framundan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert