Lán frá Póllandi greitt upp

Bjarni Benediktsson og Mateusz Szczurek fjármálaráðherra Póllands á blaðamannafundi í …
Bjarni Benediktsson og Mateusz Szczurek fjármálaráðherra Póllands á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Golli

Rík­is­sjóður Íslands end­ur­greiðir fyr­ir­fram í vik­unni lán frá Póllandi sem tekið var árið 2009 í tengsl­um við efna­hags­áætl­un stjórn­valda eft­ir fall fjár­mála­kerf­is­ins, sem studd var af Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Um er að ræða end­ur­greiðslu að fjár­hæð 204 millj­ón­ir slota, jafn­v­irði um 7,3 millj­arða króna. Láns­lof­orð Pól­verja var upp á 630 millj­ón­ir slota og þar af nýtti Ísland um þriðjung. Lánið var á gjald­daga á ár­un­um 2015-2022.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri og Mateusz Szczu­rek fjár­málaráðherra Pól­lands und­ir­rituðu í dag viðauka við láns­samn­ing Pól­lands við rík­is­sjóð, sem ger­ir rík­is­sjóði kleift að forgreiða lán Pól­lands. Szczu­rek er stadd­ur hér á landi í vináttu­heim­sókn í boði fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

„Með því að bjóða Íslandi lán á erfiðum tím­um og leggja þannig þjóðinni lið við end­ur­reisn lands­ins sýndu Pól­verj­ar Íslend­ing­um mikið vin­ar­bragð. Slík vinátta er dýr­mæt og ís­lenska þjóðin þakk­ar fyr­ir hana,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son á fundi ráðherr­anna í dag.

End­ur­greiðsla mark­ar tíma­mót

End­ur­greiðsla á láni Pól­verja til Íslands mark­ar tíma­mót, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu. Með henni lýk­ur upp­gjöri á þeirri aðstoð sem Ísland fékk frá vinaþjóðum í formi lána í kjöl­far hruns­ins. Árið 2014 forgreiddu rík­is­sjóður og Seðlabanki Íslands það sem út af stóð af lán­um Norður­landa.

Seðlabanki Íslands hef­ur þegar forgreitt meiri­hluta af láni AGS. Eft­ir standa gjald­dag­ar í lok þessa árs og á fyrri­hluta næsta árs.

„Greiður aðgang­ur Íslands að er­lend­um fjár­magns­mörkuðum, eins og vel­heppnuð skulda­bréfa­út­gáfa í evr­um í fyrra vitn­ar um, ásamt þeim ár­angri sem náðst hef­ur í efna­hags- og rík­is­fjár­mál­um á síðustu árum og betri af­komu rík­is­sjóðs, hef­ur gert Íslandi kleift að forgreiða þau lán sem tek­in vor í kjöl­far hruns fjár­mála­kerf­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert