Ríkisstjórnin með mökum í sama klefa

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður. mbl.is/Árni Sæberg

„Landeyjahöfn hefur frá upphafi verið lokuð mánuðum saman á hverju ári. Það gengur ekki að bjóða Eyjamönnum upp á það þegar nýtt skip kemur, sem verður minna og gangminna, þurfi að sigla mánuðum saman til Þorlákshafnar. Það getur ekki verið markmiðið.“

Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að ráðist yrði í það að fá nýtt skip til þess að sigla til Vestmannaeyja í stað Herjólfs. Hins vegar gagnrýndi þingmaðurinn hönnunina á fyrirhuguðu nýju skipi. Þannig væri ekki gert ráð fyrir sérklefum í því heldur tíu manna klefum.

„Í nýja skipinu er ekki gert ráð fyrir sérklefum heldur að það verði tíu manna klefar eða almenningar og ég vil bara segja það í léttum tón að ef ríkisstjórnin færi til Eyja þá þyrfti hún að sofa með mökum sínum saman í klefa. Ef hún getur það þá geta auðvitað Eyjamenn það. En í fúlustu alvöru er það auðvitað ekki boðlegt að hafa slíka aðstöðu fyrir Eyjamenn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert