Skaði ekki orðspor Alþingis

Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi um siðareglur fyrir alþingismenn þar sem siðareglur Evrópuráðsþingsins eru hafðar til hliðsjónar en Ísland á aðild að Evrópuráðinu ásamt 46 öðrum Evrópuríkjum. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er fyrsti futningsmaður þingsályktunartillögunnar en aðrir flutningsmenn eru allir varaforsetar þingsins og þingflokksformenn allra stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á þingi.

Þingmenn skulu samkvæmt þingsályktunartillögunni rækja störf sín af ábyrgð, ráðvendni og heiðarleika og taka ákvarðanir í almannaþágu. Þá ber þeim að sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu og fylgja meginreglum um hátterni og aðhafast ekkert með athöfnum sínum sem kann að skaða orðspor, tiltrú og traust almennings á Alþingi.“

Ennfremur segir: „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir. Leysa skal úr slíkum málum með almannahagsmuni að leiðarljósi.“

Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir að slíkir hagsmunaárekstrar eigi sér stað ber honum skylda til þess að upplýsa um þá. Síðan segir: „Þingmenn skulu vekja athygli á öllum hagsmunum sem máli skipta við meðferð máls og þá varða með yfirlýsingu á þingfundi eða í nefndum þingsins eða í samskiptum á öðrum vettvangi, eftir því sem við á.“

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert