Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti í kvöld þar sem 2100 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf, þar af um 1400 á Landspítalanum.
Hluti þeirra verða áfram í vinnu til þess að tryggja öryggi sjúklinga samkvæmt undanþágulistum sem fyrir liggja.
Á skurðlæknasviði verða 44 hjúkrunarfræðingar með undanþágu eins og fram kom á mbl.is í kvöld og verður aðeins lífsbjargandi þjónusta í boði.