Vill vita hvenær Evrópustofu verður lokað

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingis þar sem óskað er eftir svörum frá utanríkisráðherra um hvenær Evrópustofu verði formlega lokað og starfsemi hennar lögð niður.

Núverandi samningur um rekstur Evrópustofu rennur út í lok ágúst á þessu ári, en stækkunardeild Evrópusambandsins hefur engin áform um að bjóða út reksturinn á nýjan leik, eins og mbl.is greindi frá í byrjun maímánaðar.

Evr­ópu­stofa tók til starfa í upp­hafi árs 2012 í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Rekst­ur henn­ar var boðinn út og var í kjöl­farið samið við ís­lenska almanna­tengsla­fyr­ir­tækið At­hygli og þýska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið Media Consulta. Athygli sagði sig frá verk­efn­inu á síðasta ári og var í kjöl­farið öll­um starfs­mönn­um Evrópustofu sagt upp störf­um. Media Consulta hef­ur síðan séð al­farið um rekst­ur­inn.

Samn­ing­ur­inn um rekst­ur Evr­ópu­stofu var til tveggja ára með fjár­fram­lagi upp á allt að 1,4 millj­ón­ir evra eða rúm­lega 200 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um var heim­ilt að framlengja hann til tveggja ára. Það er fram á þetta ár. Verði ákveðið að halda rekstri Evrópu­stofu áfram þarf því að bjóða verk­efnið út á nýj­an leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert