Tveir verktakar sem Morgunblaðið ræddi við segjast mundu byggja fleiri fjölbýlishús í Vallahverfi í Hafnarfirði ef þeir fengju lóðir í hverfinu.
Þótt nýjar íbúðir seljist hratt úthluti Hafnarfjarðarbær ekki lóðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Má ætla að þessi skortur ýti að óbreyttu undir framboðsvandann á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir bæjarfélagið líklega ekki munu geta úthlutað fleiri lóðum í ár.