Halldór Ásgrímsson jarðsunginn

Hall­dór Ásgríms­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, var bor­inn til hinstu hvílu í dag, en út­för Hall­dórs var gerð frá Hall­gríms­kirkju í Reykja­vík að viðstöddu fjöl­menni.

Kist­una bera, frá vinstri, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi ráðherra, Jón Kristjáns­son, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Ein­ar K. Guðfins­son, for­seti Alþing­is, Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, Guðmund­ur Bjarna­son, fyrr­verndi ráðherra, Jón Sveins­son lögmaður og Helgi Ágúst­son, sendi­herra.

Hall­dór Ásgríms­son fædd­ist á Vopnafirði 8. sept­em­ber 1947. Hann lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 18. maí 2015.

For­eldr­ar hans voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri á Höfn í Hornafirði, f. 7.2. 1925, d. 28.3. 1996, og Guðrún Ing­ólfs­dótt­ir, hús­móðir, f. 15.6. 1920, d. 14.7. 2004. Systkini Hall­dórs eru: 1) Ingólf­ur, f. 1945, maki Sig­gerður Aðal­steins­dótt­ir. 2) Anna Guðný, f. 1951, maki Þrá­inn Ársæls­son. 3) Elín, f. 1955, maki Björg­vin Valdi­mars­son. 4) Katrín. f. 1962, maki Gísli Guðmunds­son.

Hall­dór kvænt­ist 16.9 1967 Sig­ur­jónu Sig­urðardótt­ur, lækna­rit­ara, f. 14.12 1947. For­eldr­ar henn­ar voru Sig­urður Brynj­ólfs­son, f. 1918, d. 2002. og Helga K. Schiöth, f. 1918, d. 2012. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1969, maki Karl Ottó Schiöth. Börn þeirra: a) Linda Hrönn, f. 1988, maki Sig­ur­jón Friðbjörn Björns­son, f. 1988. Börn þeirra: Svava Bern­h­ard, f. 2010, og Stein­arr Karl, f. 2013. b) Karl Friðrik, f. 1996. 2) Guðrún Lind, f. 1975, maki Ómar Hall­dórs­son. Börn þeirra: Hall­dór Andri, f. 2008, og Hilm­ir Fann­ar, f. 2009. 3) Íris Huld, f. 1979, maki Guðmund­ur Hall­dór Björns­son. Börn þeirra: Tara Sól, f. 2005, og Hera Björk, f. 2008.

Hall­dór lauk prófi frá Sam­vinnu­skól­an­um árið 1965, námi í end­ur­skoðun 1970 og fékk lög­gild­ingu sem end­ur­skoðandi árið 1972. Hann stundaði fram­halds­nám við Versl­un­ar­há­skól­ana í Björg­vin og Kaup­manna­höfn árin 1971-73. Hann var lektor við viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands 1973-75 en helgaði sig eft­ir það stjórn­mála­störf­um og öðrum op­in­ber­um störf­um.

Hall­dór var alþing­ismaður Aust­ur­lands 1974-78 og 1979-2003, alþing­ismaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður 2003-2006 fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann var skipaður vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins 1980-94 og var formaður hans frá 1994-2006. Hall­dór var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 1983-91 og ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 1985-87 og 1995-99, dóms- og kirkju­málaráðherra 1988-89, ut­an­rík­is­ráðherra 1995-2004, for­sæt­is­ráðherra 2004-2006. Í maí 1999 gegndi hann um tíma störf­um um­hverf­is- og land­búnaðarráðherra og í janú­ar og fe­brú­ar 2001 fór hann með heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneytið. Hall­dór sat í fjöl­mörg­um nefnd­um og ráðum um æv­ina. Hann sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 1976-83, (formaður 1980-83). Íslands­deild Norður­landaráðs 1977-78, 1980-83 og 1991-95 (formaður 1982-83 og 1993-95), Íslands­deild Alþjóðaþing­manna­sam­bands­ins 1976. Sjáv­ar­út­vegs­nefnd 1991-94, efna­hags- og viðskipta­nefnd 1991-94 (formaður 1993-94), ut­an­rík­is­mála­nefnd 1994-95, sér­nefnd um stjórn­ar­skrár­mál 1994-95. Formaður hóps miðju­flokk­anna í Norður­landaráði 1993-95.

Hall­dór tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar 1. janú­ar 2007 með aðstöðu í Kaup­manna­höfn og gegndi því starfi fram á árið 2013. Eft­ir að op­in­ber­um embætt­is­störf­um Hall­dórs lauk flutt­ist hann til Íslands á ný og sinnti störf­um í ýms­um alþjóðleg­um sam­tök­um sem beita sér fyr­ir friði og mann­rétt­ind­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert