Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir þjófnað og tilraun til fjársvika. Annar þeirra karlmaður á fimmtugsaldri, var dæmdur í sjö mánðaða fangelsi, en hinn maðurinn, sem er tæplega fimmtugur, hlaut fimm mánaða dóm.
Mönnunum var gert að sök að hafa brotist inn meðan húsráðendur voru sofandi, stolið riffli, þremur farsímum, fatnaði, tösku með útvarpi, hátölurum, sex hörðum tölvudiskum, lóðbolta, verkfærum, vasareikni og heyrnartólum, tölvu og bakhlið af vasareikni, gert tilraun til þess að stela þremur fartölvum og tösku með Canon myndavél og linsu sem fannst í bala í þvottahúsi auk tveggja verkfærataska og einnig gert tilraun til þess að taka sjónvarpstæki af vegg í stofu.
Þá var yngri maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað og tilraun til fjársvika, með því að hafa stolið tveimur úlpum starfsmannanna í matvöruverslun og úlpu þriðja manns. Þónokkur verðmæti voru í úlpunum.
Hann var einnig ákærður fyrir fleiri atriði, þar á meðal grænu reiðhjóli sem hann notaði til að hjóla að lögreglustöðinni við Grensásveg, þar sem hann var handtekinn.
Yngri maðurinn er fæddur árið 1974 og á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1990. Hann hefur til að mynda verið 34 sinnum dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni.
Hinn maðurinn er fæddur árið 1966 og á einni að baki langan sakaferil.