Ríkið vilji ekki semja við BHM

BHM og samninganefnd ríkisins funduðu húsi ríkissáttasemjara í dag.
BHM og samninganefnd ríkisins funduðu húsi ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Kristinn

Bandalag háskólamanna segist vera í þeirri furðulegu stöðu að eftir átta vikna verkfall liggi ekki tilboð um launahækkanir á borðinu. BHM segir að samninganefnd ríkisins hafi dregið til baka fyrra tilboð sitt um launabreytingar. Ríkið vilji ekki semja við BHM.

Fundur BHM og samninganefndar ríkisins fór fram í Karphúsinu í dag. BHM segir í tilkynningu, að ríkissáttasemjari hafi slitið fundinum eftir að ríkið dró tilboð sitt til baka.

„Óvíst er hvenær boðað verður til nýs samningafundar og framhald viðræðna óljóst,“ segir í tilkynningu BHM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert