Seldir án lagaheimildar

Bankasýsla ríkisins segir fjármálaráðherra hafa skort lagaheimild til að framselja …
Bankasýsla ríkisins segir fjármálaráðherra hafa skort lagaheimild til að framselja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Glitni til slitabúa. Samsett mynd/Eggert

Stein­grím J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­málaráðherra, skorti lag­heim­ild til að fram­selja eign­ar­hluti rík­is­ins í Ari­on banka og Íslands­banka í hend­ur slita­bú­um föllnu bank­anna 2009.

Þetta er full­yrt í um­sögn Banka­sýslu rík­is­ins um frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra til laga um meðferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um og fjallað er um í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Vís­ar stofn­un­in til þess álits Rík­is­end­ur­skoðunar að sam­komu­lag rík­is­ins við skila­nefnd­ir bank­anna um yf­ir­töku á um­rædd­um eign­ar­hlut­um teld­ist til ráðstöf­un­ar á eign­um rík­is­ins og félli því und­ir 29. gr. laga um fjár­reiður rík­is­ins. Því hefði þurft að afla heim­ild­ar í fjár­lög­um fyr­ir árið 2010 til framsals­ins en þau lög voru samþykkt á Alþingi hinn 22. des­em­ber 2009. Samn­ing­ur um framsal eign­ar­hlut­ar­ins í Ari­on banka átti sér hins veg­ar stað 3. sept­em­ber 2009 og hlut­ar­ins í Íslands­banka þann 15. októ­ber sama ár, þ.e. ann­ars veg­ar 110 dög­um og hins veg­ar 68 dög­um fyr­ir samþykkt fjár­laga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert