Ef vonir og væntingar starfandi fiskeldisfyrirtækja ganga eftir verður heildarframleiðsla fiskeldisafurða 110 þúsund tonn.
Er þetta tíföld núverandi ársframleiðsla. Hvort það næst og þá hvenær er hins vegar óljóst, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.
Eru þetta mun stórtækari áform, einkum í sjókvíaeldi, en voru fyrir fáeinum árum. Grundvallast það ekki síst á því að talið er að stærri einingar þurfi en áður til að njóta ýtrustu stærðarhagkvæmni.