Það sem af er er yfirstandandi maímánuður sá fjórði kaldasti í Reykjavík frá 1949 og sá kaldasti frá 1979, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings.
Ástandið hefur verið aðeins skárra fyrir norðan og austan en í höfuðborginni. Suðvesturlandið hefur orðið hvað verst úti í nöprum, vestlægum áttum en aðrir landshlutar sloppið betur við þær.
Auk þess að vera fræðimaður er Trausti einnig áhugamaður um veður. Hann skrifar bloggið Hungurdiska og er með síðu á Fjasbók [Facebook] undir sama nafni. Undanfarið hefur hann birt færslur um þennan kuldalega maí.