Lægsta þrepið verður lækkað

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta miklu við gerð kjarasamninga.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar skipta miklu við gerð kjarasamninga.

„Það er ekki rétt að ríkisstjórnin hafi ekkert gert fyrir lágtekjuhópana. Við hækkuðum viðmiðið fyrir neðsta þrepið þó nokkuð undir lok árs 2013 og það skipti miklu fyrir lágtekjufólk, fólk með undir 300 þúsund krónur í tekjur. Það sem við ætlum að gera núna er að lækka lægsta þrepið og tryggja þannig að við komum ávinningi af breytingunum niður til allra.“

Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar til þess að liðka fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Svo virtist sem þeir sem hefðu lægstu tekjurnar fengju hins vegar lítið út úr þessum breytingum. Benti Bjarni á að ríkisstjórnin hefði lengi boðað að hún vildi lækka skatta að nýju sem hækkaðir hafi verið á á síðasta kjörtímabili. Sérstaklega á þá með lægstu tekjurnar og millitekjur og einfalda skattkerfið.

„Við ætlum að fella út milliþrepið en breyta viðmiðum milli nýja þrepsins og efra þrepsins þannig að það komi fyrr inn og við miðum við um 700 þúsund krónur. Þetta tryggir að allir muni njóta ávinnings af skattalækkuninni nema þá helst þeir sem eru með allra hæstu tekjurnar vegna þess að ávinningurinn af þessari breytingu fjarar út fyrir allra hæstu tekjuhópana. Fyrir fullvinnandi fólk má segja að 65% muni fá út úr þessari breytingu um það bil 50 þúsund króna aukningu á ráðstöfunartekjum á ári,“ sagði hann.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert