Munu ekki ganga í störf hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala.
Hjúkrunarfræðingar á vakt á hjartadeild Landspítala. mbl.is/Golli.

Hjúkrunarfræðinemar munu ekki ganga í störf hjúkrunarfræðinga á meðan á verkfalli þeirra stendur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nemendafélögum nema við HÍ og HA. 

Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri styðja hjúkrunarfræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga inn í þeirra störf á meðan verkfalli stendur.

„Hjúkrunarfræðinemar hvetja ríkið til að verða við eðlilegum kröfum um laun í samræmi við menntun og ábyrgð og útrýma kynbundnum launamun. Ef halda á í ný útskrifaða hjúkrunafræðinga verða starfskjör að vera samkeppnishæf við nágrannalönd og stéttir með sambærilega menntun,“ segir í yfirlýsingunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert