Telur Ísland enn umsóknarríki

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég lít svo á að Ísland sé um­sókn­ar­ríki. Það var Alþingi sem ákvað að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og mér finnst það full­kom­lega út í hött að ut­an­rík­is­ráðherra skuli halda að það sé hægt að slíta viðræðunum með þess­um hætti,“ seg­ir Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, í sam­tali við mbl.is en eins og greint var frá fyr­ir helgi hef­ur Evr­ópu­sam­bandið ákveðið að verða við ósk rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fjar­lægja Ísland af lista sín­um yfir um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu.

„Kannski fyr­ir kurt­eis­issak­ir hef­ur Evr­ópu­sam­bandið ákveðið að taka nafn Íslands af vefsíðum en ef nýr stjórn­ar­meiri­hluti, til dæm­is eft­ir næstu þing­kosn­ing­ar, kýs að halda viðræðunum áfram þá verður auðvitað á það bent að þeim hafi aldrei verið slitið eins og hefði átt að slíta þeim. Ég myndi þá gera ráð fyr­ir að þau sjón­ar­mið myndu mæta skiln­ingi hjá Evr­ópu­sam­band­inu,“ seg­ir Guðmund­ur. Spurður hvort hann telji að vefsíður Evr­ópu­sam­bands­ins gefi þannig ranga mynd af stöðu mála seg­ir hann:

„Staðan er bara sú að viðræður eiga ekki stað. Þær eru á pásu. Það get­ur vel verið að Evr­ópu­sam­bandið hafi kosið að sýna þeirri af­stöðu nú­ver­andi stjórn­ar­meiri­hluta skiln­ing með því að gera ekki meira í viðræðunum. En það var Alþingi sem ákvað form­lega að sækja um aðild og það er nátt­úru­lega bara Alþingi eða þjóðin sem get­ur slitið viðræðunum af okk­ar hálfu. Ég held að það sé kom­in upp sú staða að ut­an­rík­is­ráðherra held­ur að hann hafi slitið þessu en ég held að rest­in af ver­öld­inni viti að hann hafi ekki gert það og þar við sit­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert