Tekinn á 155 km hraða

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 155 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Þarna var á ferðinni ökumaður um tvítugt sem á yfir höfði sér  140.000 króna fjársekt, sviptingu ökuleyfis í tvo mánuði og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Þá var talsvert um að ökumenn leggðu bifreiðum sínum ólöglega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert