Ekki hætt við flutning Þorrasels

Þorrasel.
Þorrasel. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Not­end­ur dag­deild­ar aldraðra í Þorra­seli mót­mæla flutn­ingi starf­sem­inn­ar í Vest­ur­götu 7. Það gera einnig íbú­ar í sam­byggðu fjöl­býl­is­húsi að Þorra­götu 5-9. Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar felldi til­lögu sjálf­stæðismanna um að hverfa frá flutn­ingi þjón­ust­unn­ar.

„Það er dap­ur­legt að meiri­hlut­inn skuli ekki hlusta á fólkið. Það er mik­il andstaða meðal not­enda Þorra­sels og aðstand­enda og meðal íbúa á Þorra­götu en einnig meðal not­enda fé­lags­starfs aldraðra að Vest­ur­götu 7,“ seg­ir Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, um niður­stöðu máls­ins í borg­ar­stjórn.

Björk Vil­helms­dótt­ir, formaður vel­ferðarráðs, seg­ir að um 28 millj­óna króna halla­rekst­ur sé af dagdvöl aldraðra í Þorra­seli. Talið sé að spara megi þá fjár­hæð með flutn­ingi starf­sem­inn­ar í Vest­ur­götu 7.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert