Leið eins og þriðja flokks borgara

Heiðrún, ein verslana ÁTVR.
Heiðrún, ein verslana ÁTVR. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ársskýrsla ÁTVR fyrir árið 2014 var birt í dag. Í inngangi skýrslunnar fer forstjóri stofnunarinnar, Ívar J. Arndal, yfir rekstur ÁTVR og frumvarp Vilhjálms Árnasonar um afnám einkasölu ríkisins á áfengi.

Í ávarpinu segir forstjórinn: „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi. Undirritaður hefur starfað fyrir ríkið í rúma þrjá áratugi og jafnan liðið vel í starfi.

Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu. Við þetta bættist að frumvarp um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis var til umfjöllunar á Alþingi. Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“

Í inngangsorðum forstjóra er einnig gerð grein fyrir umsögninni sem ÁTVR sendi til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þar sem áfengisfrumvarpið er til meðferðar. Þar segir meðal annars að öllum verslunum ÁTVR yrði lokað verði frumvarpið að lögum.

Skýrslu ÁTVR má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert