Segir Sigmund hafa beitt sér fyrir lánveitingu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hótun sem send var í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrði opinberuð. Þetta segir í frétt á visir.is.

Í viðtali við Vísi hafnar Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, að Sigmundur Davíð hafi beitt sér fyrir lánveitingunni.

Samkvæmt heimildum Vísis, sem ekki eru tilgreindar, var hótunin þess efnis að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildirnar herma að meint aðkoma ráðherrans hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013.

Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð vegna málsins.

Forstjóri MP-banka, Sigurður Atli Jónsson er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum.

Fleiri fréttir mbl.is af málinu

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert